Chicago búnir að reka tvo leikmenn
31.7.2009 | 11:21
Chicago Bulls eru búnir að reka tvo leikmenn, þá Linton Johnson lll og DeMarcus Nelson. Johnson er mjög góður varnarlega séð og getur líka gert hvað sem er í sókninni. Nelson hins vegar er mun betri sóknarmaður en má vinna meira í vörninni sinni.
Nelson spilaði ekki leik með Bulls á tímabilinu en hann spilaði 13 leiki með Goolden State Warriors og skoraði með þeim 4,1 stig og gaf 1,0 stoðsendingu. Hann er framtíðarleikmaður til að koma inn á fyrir góða leikmenn í 10-15 mínútur en hann er ekki á leiðinni í byrjunarlið á næstunni.
Johnson er fyrirmyndar kraftframherji/lítill framherji en hefur ekki náð sér á strik á ferlinum. Hann mun líklega finna sér eitthvað lið til að semja við í tíu daga eða restina af næsta tímabili. Ólíklegt er að hann finni sér lið áður en að leiktímabilið hefst.
Bulls síðan hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning