Odom stendur fastur í LA-Indiana loksins búnir að fá Jones
31.7.2009 | 10:34
Lamar Odom hefur endurnýjað samning sinn við Los Angeles Lakers og mun spila þar næstu fimm árin nema að honum verði skipt eða að hann verði rekinn. Á þessum fimm árum mun hann fá 34 milljónir dollara en Odom verður þrítugur nú í nóvember, svo hann mun ekki spila mikið meira en þessi fimm nema að hann endi eins og Shaq.
Odom skoraði 11,3 stig og hirti 8,2 fráköst að meðaltali í leik en hann var aðeins sjötti maður þetta tímabil, en í úrslitakeppninni fékk hann að sinna aðeins stærra hlutverki og skoraði 12,3 stig og hirti 9,1 frákast að meðaltali í leik en var samt ennþá sjötti maður.
Indiana Pacers hafa loksins fengið til sín kraftframherjann/miðherjann Solomon Jones, en Jones skoraði 3,0 stig að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili með Atlanta Hawks. Hann er 25 ára og á nóg inni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning