Odom stendur fastur í LA-Indiana loksins búnir að fá Jones

Lamar Odom hefur endurnýjað samning sinn við Los Angeles Lakers og mun spila þar næstu fimm árin nema að honum verði skipt eða að hann verði rekinn. Á þessum fimm árum mun hann fá 34 milljónir dollara en Odom verður þrítugur nú í nóvember, svo hann mun ekki spila mikið meira en þessi fimm nema að hann endi eins og Shaq.

Odom skoraði 11,3 stig og hirti 8,2 fráköst að meðaltali í leik en hann var aðeins sjötti maður þetta tímabil, en í úrslitakeppninni fékk hann að sinna aðeins stærra hlutverki og skoraði 12,3 stig og hirti 9,1 frákast að meðaltali í leik en var samt ennþá sjötti maður.

Indiana Pacers hafa loksins fengið til sín kraftframherjann/miðherjann Solomon Jones, en Jones skoraði 3,0 stig að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili með Atlanta Hawks. Hann er 25 ára og á nóg inni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband