Diogu til Hornets
30.7.2009 | 11:12
New Orleans hornets hafa fengið til sín kraftframherjann Ike Diogu. Diogu er 25 ára að aldri og er búinn að spila 4 tímabil í NBA deildinni með liðunum Golden State Warriors, Indiana Pacers, Portland Trailblazers og Sacramento Kings.
Diogu spilaði 19 leiki með Portland á tímabilinu og skoraði 1,4 stig að meðaltali í leik en svo var honum skipt til Sacramento Kings sem notuðu hann meira en þar skoraði hann 9,2 stig. Með báðum liðunum sem hann spilaði með á tímabilinu skoraði hann 4,1 stig að meðaltali í leik.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt 5.8.2009 kl. 21:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning