Thomas á leiðinni til Dallas Mavs
28.7.2009 | 22:58
Tim Thomas, sem var rekinn frá Chicago Bulls á dögunum hefur nú komist að samkomulagi við Dallas Mavericks. Ekki eru aðilarnir búnir að ganga frá samningum en Thomas mun fara til kúrekaborgarinnar ef fjölmiðlar og slúðurblöð hafa rétt fyrir sér.
Thomas hefur verið mikill flakkari á milli liða, sérstaklega á miðju tímabili en honum hefur fimm sinnum verið skipt þegar tímabil er í gangi, þar á meðal á síðasta tímabili en honum var skipt tvisvar sinnum á því tímabili.
Thomas hefur spilað með sex liðum og á þeim tíma hefur hann skorað 9.319 stig, spilað 806 leiki og skorað 11,6 stig að meðaltali í leik.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning