Odom líklegast aftur til Miami
26.7.2009 | 21:17
Lamar Odom er líklega að snúa aftur til Miami Heat en hann spilaði þar tímabilið 2003-2004 og skoraði 17,1 stig og hirti 9,7 fráköst að meðaltali í leik þar. Hjá LA Lakers skoraði hann 11,3 stig og reif 8,2 fráköst að meðaltali í leik en hann hefur leikið þar síðustu fimm leiktímabilin.
Odom var hluti af Shaq skiptunum þegar hann fór til Heat en nú er hann staddur í Cleveland, með LeBron James og Mo Williams með sér í liði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning