Nesterovic aftur í Tronto
25.7.2009 | 16:39
Miðherjinn Radoslav Nesterovic hefur ákveðið að snúa aftur til Toronto Raptors, en hann samdi um 1,9 milljónir dollara og mun spila í Toronto að minnsta kosti næsta vetur.
Þessi 33 ára gamli 7 feta Slóveni skoraði 6,8 stig og tók 3,4 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Indiana Pacers. Hann var hluti af Jermaine O'neal skiptunum er hann fór til Toronto, en O'neal er nú staddur í Miami Heat.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning