Jack orðinn risaeðla

Toronto Raptors, risaeðlurnar sjálfar hafa verið á höttunum eftir Jarret Jack en hann spilar nú með Indiana Pacers og nú hefur Jack samþykkt boð þeirra og mun semja á næstu misserum. Hins vegar er hann "restricted", sem þýðir að Indiana geta boðið jafn mikið og Toronto og fengið hann til baka.

Ekki eru mestu þörfin á honum til Raptors því þeir eru með Jose Calderon sem bakvörð og ekki gætu þeir notað hann sem byrjunarliðsskotbakvörð þar sem DeMar DeRozan kemur til með að spila 30- 35 mínútur að meðaltali í leik en hann sem er skotbakvörður en hann var valinn níundi í nýliðavalinu af Toronto.

Jack skoraði 13,1 stig, hirti 3,4 fráköst og gaf 4,1 stoðsendingu að meðaltaæi í leik á síðasta leiktímabili. Hann hefur spilað með Portland Trailblazers, Indiana Pacers og mun líklega spila með Toronto Raptors á næsta tímabili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband