Rodriguez til Kings-Bass til Magic

Þann 25. júní skiptu Sakramento Kings réttinum á Jeff Pendergraph til Portland Trailblazers fyrir Sergio Rodriguez, réttinn á Jon Brockman og reiðufé, en Rodriguez er eini sem hefur spilað í NBA í þessum skiptum. Ekki sanngjörnustu skiptin sem hafa átt sér stað í sumar þar á ferð.

Brandon Bass, sem þekktur hefur verið fyrir að bæta sig mikið á fjögurra ára ferli hefur ákveðið að snúa til Orlando Magic í fjögur ár. Hann spilaði fyrst með NOK í staðinn fyrir NOH þegar fellibylurinn svakalegi var í New Orleans og dvaldi þar í tvö tímabil. Svo var leiðinni haldið til kúrekaborgarinnar Dallas og hefur hann spilað þar í tvö ár. Nú kemst hann hins vegar til Flórída í sólbað þangað til að tímabilið byrjar. Feril Bass má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband