Ross til Dallas-Toronto hirða Bargnani á ný
9.7.2009 | 17:06
Dallas Mavericks, ný bakaðir eigendur Shawn Marion hafa komist að samkomulagi við framherjann/skotbakvörðinn Quinton Ross að hann spili að minnsta kosti næsta leiktímabil með liðinu. Hann hefur spilað með tveimur liðum að nafni LA Clippers og Memphis Grizzlies en mestum tíma hefur hann eitt á Staple Center, sem er sameiginlegur völlur LA Lakers og LA Clippers.
Hann skoraði 3,9 stig og hirti 1,9 fráköst að meðaltali í leik með Memphis á síðasta tímabili.
Þá endurnýjaði Andrea Bargnani samning sinn við Toronto Raptors til fimm ára en þessi ítalski framherji/miðherji var frábær á síðasta tímabili hjá Toronto með 15,4 stig og 5,3 fráköst að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili. Hann hefur aðeins spilað með Toronto Raptors og þarf ekki að fara að venjast liðaskiptum fyrr en eftir fimm ár nema að honum verði skipt frá Toronto.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 19:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning