Rodrigue Beaubois til Dallas
8.7.2009 | 23:25
Dallas Mavericks gerðu nýlega samning við bakvörðinn Rodrigue Beaubois en hann er kornungur nýliði frá Frakklandi. Svekkjandi var að hann myndi ekki ganga til liðs við San Antonio Spurs því þá yrðu þrír Frakkar í liðinu sem yrðu Tony Parker, Ian Mahinmi og Rodrigue Beaubois og væri skemmtilegt að sjá hvernig þeir myndu spila saman en aftur á móti eru þeir með nóg af bakvörðum, t.d. Tony Parker og George Hill.
Beaubois er fæddur árið 1988 og 21. árs að aldri. Hann spilaði síðast í franska liðinu Cholet en þeir eru í frönsku Pro A deildinni. Þessi ungi bakvörður er 6-2 eða 1,87 á hæð og mun líklega ná góðum árangri í NBA.
Mavericks hins vegar er u með þá Jason Kidd og Jose Juan Barea og báðir eru þeir bakverðir en Dallas losa sig líklega við Barea ef þeir vilja láta Beaubois spila eitthvað.
Önnur félagsskipti má sjá hér.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt 4.8.2009 kl. 10:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning