Ron Artest, slagsmálahundurinn sjálfur hefur ákveðið að semja við LA Lakers til þriggja ára en fyrir það fær hann 18 milljónir dala. Þó að ekki sé búið að ganga frá öllu er talið að hann hafi samið þannig. Þetta mun hjálpa Lakers liðinu mikið en Lamar Odom hugsanlega á leið til Detroit Pistons enda á lausum samningi núna. Artest hefur verið mikill ólátabelgur hingað til en hagaði sér hins vegar fínt á síðasta leiktímabili með Houston. Fyrir fimm árum hins vegar tók hann þátt í svaka látum í Detroit en hann spilaði þá með Indiana Pacers.
"I'm definitely going to L.A. - to sign, yeah,"sagði Artest í viðtali við fjölmiðla.
Trevor Ariza, sem lék með Lakers í fyrra fór til Houston Rockets nánast í skiptum fyrir Artest en báðir í free agent-markaðnum svo þeim var ekki skipt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning