Pistons að fá góðan liðsstyrk
2.7.2009 | 10:57
Dtroit Pistons voru í nótt að semja við Charlie Villanueva og Ben Gordon.
Chicago Bulls reyndu að bjóða honum um það bil það sama og í fyrra en Pistons buðu honum 55 milljónir dala á fimm árum svo hann hikaði ekki að samþykkja það tilboð. Gordon skoraði 20,6 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Chicago Bulls.
Villanueva var einn af lykilmönnum Milwaukee Bucks á síðasta tímabili þar sem Michael Redd spilaði fáa leiki vega meiðsla. Hins vegar vildu Bucks ekki reyna að fá hann aftur. Pistons eru því þriðja liðið til að "mata" Charlie Villanueva. Hann skoraði 16,2 stig og hirti 6,7 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Bucks.
Chris Kaman, Tyson Chandler og Carloz Boozer hafa allir verið í umræðum við Pistons en líklegast er að þeir fái annað hvort Kaman eða Chandler þar sem þeir eru að missa miðherjann sinn Rasheed Wallace. Boozer líka ólíklegur til Pistons því Villanueva er kraftframherji(power forward).
Villanueva
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning