Næsta tímabil verður skemmtilegt að sjá
26.6.2009 | 13:40
Þetta sumar er búið að vera rosalegt "tradesumar"en stjörnur eins og Vinse Carter, Richard Jefferson, Shaquille O'neal, Rafer Alston, Mike Miller og Randy Foye eru búnir að skipta um lið. Fróðlegt verður að sjá hvernig næsta tímabil verður en fyrst og fremst eru lið að fá svigrúm til að fá leikmenn til sín en ein skipti hafa vakið mikla athigli meðal fjölmiðla. Það eru skiptin Quentin Richardson fyrir Darko Milicic en Milicic var valinn annar í nýliðavalinu 2003 á undan t.d. Carmelo Anthony, Chris Bosh og D-Wade. Milicic er miðherji/kraftframherji og er fínn varnarmaður en Richardson er skotbakvörður/lítill framherji og gæti bakkað Rudy Gay upp og komið með 2-3 þrista af bekknum sem væri náttúrulega svaka styrkur fyrir Grizzlies.
Quentin Richardson.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt 29.7.2009 kl. 11:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning