Blake Giffin auðvitað valinn fyrstur af LA Clippers

NBA-draftið var í nótt og Clippers-menn voru ekki í vafa um hvern þeir myndu velja en þeir áttu fyrsta valrétt og völdu Blake Griffin enda búnir að bjóa honm í kvöldmat, hann hefur komið á æfingar hjá þeim og margt annað. Griffin er 2,08 leikmaður úr Oklahoma Sooners.

Hasheem Thabeet var valinn annar af Memphis Grizzlies en lengi var spáð Ricky Rubio þangað. Thabeet er 2,21 á hæð og er sterkur miðherji úr UConn.

Oklahoma City Thunder áttu þriðja valrétt og völdu úr honum skotbakvörðinn James Harden en þeim sárvantaði góðan skotbakvörð. Hann er 1,96 á hæð úr Arizona St. og er líkt við Manu Ginobili og Brandon Roy.

Sacramento Kings tóku Tyreke Evans. Hann er skotbakvörður og nú fá þeir sér örugglega ekki
T-Mac með Martin og Evans en hann er 1,96 á hæð og spilaði með Memphis í háskólaboltanum.

Ricky Rubio var valinn fimmti af Minnesota Timberwolves en þeir gætu skipt honum til New York Knicks. Rubio er 1,96 cm hár bakvörður frá Spáni.

Minnesota áttu tvo rétti í röð því þeir fengu 5. réttin frá Wizards fyrir Randy Foye og Mike Miller en þeir völdu hinn 1,82 cm háa Jonny Flinn en áhugavert verður að sjá hvort þeir reyna að skipta Rubio eða honum.

Stephen Curry var valinn frá Golden State Warriors en honum var spáð til New York Knicks en  þeir völdu Jordan Hill í áttunda valrétti. Curry er úr Davidson-háskólanum g er 1,92 á hæð.

Aðrir nýliðar voru DeMar DeRozan(Toronto), Brandon Jennings(Milwaukee), Austin Dave(Detroit) og Gerald Henderson(Charlotte). Hins vegar voru þetta ekki allir en nokkrir af þeim. Meira hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband