Amare til Memphis?

Amare Stoudemire er á förum frá Phoenix Suns en Shaquille O'neal liðsfélagi hans er líka á förum frá félaginu en þeir fara mjög líklega í sitthvort liðið. Líklegast er að Stoudemire fari til Memphis Grizzlies og spili þar næsta tímabil. Stoudemire og einn af eigendum Suns hafa verið í einhverjum leiðindum og hann vill láta Amare fara.

Talað var mikið um að Stoudemire myndi fara til Washinton Wizards fyrir Antawn Jamison, Mike James og fimmta nýliðarétt í nýliðavalinu núna en það átti sér aldrei stað og Minnesota Timberwolves eru líklegir í þann rétt, Etan Thomas og Darius Songaila fyrir Randy Foye, Mike Miller og þjórfé.

Þar sem Memphis eiga ekki marga góða leikmenn getur verið erfitt fyrir þá að fá Stoudemire en þeir segjast ætla að finna eitthvað út úr því svo að  launin passa við launaþakið hjá báðum liðum. Þeir eiga annan nýliðarétt svo þeir geta skipt honum en þeir gáfu það út fyrir stuttu að þeir vildu helst ekki skipta honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband