Þjálfaramál: Sigurður genginn til liðs við Solna

Sigurður Ingimundarson gekk til liðs við sænska körfuknattleiksliðið Solna en undanfarin 20 ár hefur hann unnið við þjálfarastörf hjá Keflvíkingum en hann leiddi þá til titils tímabilið 2007-2008. Síðustu daga hefur hann verið í Svíþjóð að skoða aðstæður og margt annað. Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Jón Guðmundsson hafa staðið hátt á lofti í baráttu um hver tekur við Keflvíkingum. Hins vegar gæti Sverrir Þór Sverrisson tekið við en hann er leikmaður Keflvíkinga og leiddi kvennalið Keflvíkinga til Íslandsmeistaratitils fyrir skömmu.

Kevin McHale, sem hefur verið við stjórnborð Minnesota Timberwolves í 15 ár var rekinn frá félaginu en hann stýrði liðinu í um 1/3 af tímabilinu 2008-2009. Hann hefur verið í stjórn liðsins lengi og átti t.d. hlut í að Kevin Garnett var valinn í nýliðavalinu og að honum var skipt til Boston Celtics. Big Al skærasta stjarna T'Wolves var gáttaður á þessum fregnum enda McHale fínn þjálfari en hann gjörbreytti árangri liðsins en leiddi þá ekki í úrslitakeppnina. Hann spilaði 12 leiktímabil með Boston Celtics og vegna hans hafa Minnesota og Boston verið að skipta mikið á leikmönnum t.d. Ricky Davis-skiptin, Garnett-skiptin og fleiri en óvíst er hver sest í þjálfarastól Timberwolves.
(McHale á blaðamannafundi)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband