Lakers eru NBA-meistarar árið 2009

Los Angeles Lakers urðu í nótt NBA-meistarar með fjórða sigri sínum á Orlando Magic. Ég var með beinaa lýsingu á leiknum hér í nótt og ekki mikil spenna í húsinu en rétt í lokin, eða um 3 mínútur eftir af leiknum skoraði Rashard Lewis tvo þrista í röð og minnkaði muninn í 11 stig. Tvær tæknivillur voru dæmdar í leiknum en þær voru á Trevor Ariza og Hedo Turkoglu á sömu mínútunni eða þegar 5:44 voru eftir í örðum leikhluta. Boxskorið er hér inni á nba.com og hér á espn.com en alveg eins statt þar.

Stigahæstir Magic:
Lewis(18 stig, 10 fráköst), Alston(12 stig, 5 fráköst)
og Howard(11 stig, 10 fráköst).
Stigahæstir Lakers:
Bryant(30 stig, 6 fráköst), Odom(17 stig, 10 fráköst),
Ariza(15 stig, 5 fráköst) og Gasol(14 stig, 15 fráköst).

Þetta er 15. titill Lakers-manna en fjórði titill Kobe's. Kobe hefur hins vegar ekki unnið
"besta leikmann úrslitakeppninnar"en hann vann það núna og Bill Russell, sem vann 11 titla á 13 tímabilum afhenti honum gripinn. Phil Jackson, þjálfari meistaranna getur ekkert sagt um framtíð sína í þjálfarastarfi en hann kveikti sér í vindli til minningar um Red, sem leiddi Bill Russel til nokkurra titla.
(Russel og Red, er hann var að þjálfa)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband