Heimamenn í Kýpur "totally" rústuðu okkur Íslendingunum:(

Svona er boltinn, stundum tapar maður, stundum verður manni rústað, stundum vinnur
maður og stundum rústar maður hinu liðinu. Við hins vegar gerðum ekki neitt af þessum möguleikum fyrr í dag því okkur var "totally" rústað af heimamönnum. RÚV hins vegar hættu útsendingu þegar
þriðji leikhluti var búinn og leikar stóðu 65-35 heimamönnum í vil. Troðleifur eða Þorleifur var
stigahæstur Íslendinga en svo komu Jói Ólafs og Paxel á eftir honum með 8 stig hvor. Að vísu
Jón Arnór Stefánsson ekki með og er það mikill missir fyrir okkur en þá er um að ræða að hann sé upptekinn á Ítalíu að keppa með Benetton og þeir eru 2-0 undir í undanúrslitaeinvígi á móti Siena.
Svona er hins vegar hópurinn okkar hjá körlunum:

Fannar Ólafsson KR, 31árs 69 landsleikir
Fannar Helgason Stjörnunni, 25 ára enginn landsleikur
Pavel Ermolinski U.B. LA PALMA, 22 ára 5 landsleikir
Páll Axel Vilbergsson Grindavík, 31árs 84 landsleikir
Þorleifur Ólafsson Grindavík, 25 ára 9 landsleikir
Sigurður Þorvaldsson Snæfelli, 29 ára 42 landsleikir
Sigurður Þorsteinsson Keflavík, 21 árs 12 landsleikir
Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík, 21 árs 7 landsleikir
Jón Nordal Hafsteinsson Keflavík, 28 ára 46 landsleikir
Logi Gunnarson Njarðvík, 28 ára 67 landsleikir
Magnús Þór Gunnarsson, 28 ára 64 landsleikir
Jóhann Árni Ólafsson Njarðvík, 23 ára 7 landsleikir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband