Rúnar sömu leið og Palli (nema ef tilboð býðst úti)

Leikstjórnandinn Rúnar Ingi Erlingsson er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem ákváðu að snúa aftur í Ljónagryfjuna og leika með Njarðvíkingum á næstu leiktíð. Rúnar lék upp alla yngri flokkana með Njarðvík þar sem hann varð margfaldur Íslands- og bikarmeistari. Rúnar hefur síðustu tvö leiktímabil alið manninn í Kópavogi og var á Lokahófi KKÍ valinn besti ungi leikmaður Iceland Express deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar horfir þó Vestur til hafs og vill út í nám sem fyrsta valkost.

,,Það gengur ekki vel að finna skóla og allt útlit fyrir að ég verði í Njarðvík í eina leiktíð áður en ég fer út,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við Karfan.is. ,,Ég aflaði mér mikillar reynslu hjá Breiðablik og náði þar öllum mínum markmiðum og er alveg hrikalega þakklátur fyrir þann tíma. Það er erfitt að kveðja Breiðablik núna en ég þarf að halda áfram að fara upp á við og það er komið að því að spila stærri leiki fyrir betra lið,“ sagði Rúnar Ingi og sagði vissulega eftirsjá í Blikum.

,,Maður er búinn að eignast góða vini þarna í liðinu og manni var alltaf tekið eins og heimamanni. Það er því í raun erfiðara að fara frá Blikum núna en Njarðvík á sínum tíma. Ég var mikilvægari hlekkur í Blikaliðinu heldur en í Njarðvíkurliðinu þegar ég fór,“ sagði Rúnar sem vonast eftir stóru hlutverki í Njarðvík.

,,Ég kem í Njarðvík til að halda áfram að vinna í því sem ég hef verið að gera síðustu ár. Ég geri mér grein fyrir því að ég mun ekki spila 37 mínútur í leik en markmiðið mitt er að vera byrjunarliðsmaður. Það hafði líka áhrif á mína ákvörðun að Njarðvíkingum vantaði leikstjórnanda og ég tel mig vera rétta manninn í það hlutverk,“ sagði Rúnar sem leikur á ný með Njarðvík á næstu leiktíð nema ef tilboð komi um að fara í nám við bandarískan háskóla.

Rúnar Ingi fór mikinn með Blikum á síðustu leiktíð með 9,7 stig að meðaltali í leik, 5,0 stoðsendingar og 3,6 fráköst.

Rúnar í yngri flokkum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband