Felton tryggði Knicks sigur - Úrslit næturinnar

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Raymond Felton tryggði New York Knicks sigur með ótrúlegum hætti á Toronto Raptors þegar þrjár sekúndur voru eftir og Knicks eru búnir að vinna sex leiki í röð og eru í sjötta sæti Austursins.

Þá skoraði Derek Fisher úr sniðskoti á lokasekúndunum í leik Los Angeles liðanna en Lakers unnu leikinn, 86-87.

Í síðasta spennutrylli næturinnar skoraði Andrew Bogut úr ótrúlegu "Alley-oop" sniðskoti úr innkasti á síðustu sekúndunni í leik Milwaukee Bucks og Indiana Pacers og tryggði Bucks sigurinn, 97-95.

Þá tókst George Karl, þjálfara Denver Nuggets ekki að vinna sinn þúsundasta NBA leik þar sem Boston Celtics unnu öruggan sigur á Karl og félögum, 105-89 en Carmelo Anthony var ekki með í leiknum.

Boston 105-89 Denver
Cleveland 83-88 Chicago
New York 113-110 Toronto
Minnesota 103-111 Oklahoma
New Orleans 93-74 Detroit
San Antonio 111-94 Golden State
Phoenix 98-104 Memphis
Utah 98-111 Miami
Sacramento 116-91 Washington
LA Clippers 86-87 LA Lakers
Milwaukee 97-95 Indiana

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband