Iggy til Cavs?
5.12.2010 | 20:29
Cleveland Cavaliers gætu verið að fá aðra stórstjörnu í raðir sínar, en nú hefur þeim orðrómi verið dreift Vestanhafs að Andre Iguodala gæti hugsanlega verið á leiðinni þangað.
Iguodala er 26 ára gamall og er plássfrekur í liði Philadelphia 76ers, þar sem hann spilar sömu stöðu og hinn ungi Evan Turner, og þar fyrir utan er hann ekki að skila neitt rosalegum tölum, með 14,0 stig, 5,4 stoðsendingar og 6,7 fráköst í leik, sem er langt frá hans besta en þó gott.
Svona virka skiptin undir launaþaki og eru nokkuð sanngjörn:
Cavaliers fá:
Andre Iguodala
Jason Kapono
76ers fá:
Christian Eyenga
Antawn Jamison
Daniel Gibson
*Þó er ekki líklegt að skiptin verði í þessari mynd ef þau gerast, þar sem Sixers eru t.d. með tvo góða framherja fyrir.
Gengi 76ers hefur ekki verið nærri því nógu gott hingað til og veitir þeim ekkert af því að hrista aðeins upp í leikmannahópnum og reyna að endurbyggja liðið, til dæmis að fá sér einhvern almennilegan miðherja fyrir Spencer Hawes og einhvern úr þessu fjögurra manna framherjateymi þeirra.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning