Spurs á sigurgöngu - Úrslit næturinnar

Manu GinobiliTíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Utah Jazz hafa nú unnið tvo leiki í röð á geysisterkum liðum en í gærkvöldi unnu þeir Orlando Magic.

Þá eru San Antonio Spurs í sigurgírnum en þeir eru komnir í þriðja sæti Vestursins með sex sigra og eitt tap. Hinum megin í villta vestrinu er reyndar ekkert að gerast en Houston Rockets töpuðu gegn Washington Wizards, 98-91.

Golden State Warriors héldu áfram sigurgöngu sinni í nótt en þeir unnu nauman sigur á New York Knicks í nótt, 117-122  og sitja í fimmta sæti Vesturstrandarinnar með sex sigra og tvö töp.

Nú hafa Atlanta Hawks tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni en þeir töpuðu fyrir Milwaukee Bucks í nótt, 91-108.

Þá réttu New Jersey úr kútnum eftir fimm leikja taphrinu og unnu Cleveland Cavaliers, 87-95, þar sem Devin Harris var sem áður í broddi fylkingar með 31 stig 9 stoðsendingar.

Atlanta 91-108 Milwaukee
Orlando 94-104 Utah
Toronto 96-101 Charlotte
Cleveland 87-95 New Jersey
New York 117-122 Golden State
Memphis 91-106 Dallas
Oklahoma 109-103 Philadelphia
San Antonio 107- 95 LA Clippers
Sacrameno 89-98 Minnesota

Við viljum minna á að við verðum ekki mikið lengur hér því við verðum Körfubolti.net eftir örfáa daga.

 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband