Eddie House til Heat
4.8.2010 | 11:14
Bakvörðurinn Eddie House hefur samþykkt tveggja ára samning við Miami Heat en þar spilaði hann fyrstu þrjú tímabil sín í NBA-deildinni.
Samningurinn, sem fyrr segir er til tveggja ára, gildir upp á tæpar þrjár milljónir dala.
House, sem spilaði fyrir Boston Celtics og New York Knicks á liðnu tímabili, skoraði 7,0 stig og tók tæp tvö fráköst að meðaltali í leik, svo hann ætti að vera mikill styrkur fyrir liðið.
Hann var einn af bestu leikmönnunum á bekknum hjá Boston Celtics þegar þeir mynduðu eitt besta þríeyki allra tíma með Garnett, Allen og Pierce, en það tímabil (2007-08) skoraði hann 7,5 stig og tók rúm tvö fráköst að meðaltali í leik.
Meðal annarra frétta má geta þess að tröllið Shaquille O'Neal er nálægt samningum við Boston Celtics. Þá hafa Minnesota T'Wolves látið frá sér vandræðagemlinginn Delonte West, sem þeir fengu í skiptum fyrir Ramon Sessions á dögunum.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Free Agency, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning