Tony Battie til Sixers
22.7.2010 | 16:06
Phildelphia 76ers hafa náð samningum við miðherjann Tony Battie en hann samdi við liðið um að spila með því næsta tímabil.
Battie spilaði með New Jersey Nets á síðasta tímabili en áður hafði hann spilað með Denver Nuggets, Boston Celtics, Cleveland Cavs og Orlando Magic.
Með Nets skoraði hann 2,4 stig að meðaltali í leik en hann ætti að hjálpa stóru mönnum Sixers með reynslu og dýpt, þar sem þeir eru ekki með marga miðherja.
Miðherjar þeirra eru Spencer Hawes, Mareese Speights og Jason Smith, sem allir eru einungis rétt rúmlega tvítugir, svo Battie ætti að koma með mikla reynslu til stóru mannanna en hann er 34 ára gamall.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Free Agency, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning