Jefferson endurnýjar við Spurs

richard jefferson

Richard Jefferson hefur endurnýjað samning sinn við San Antonio Spurs til fjögurra ára en hann sagði upp samningnum fyrr í sumar.

Samningurinn er gildir sem fyrr segir til fjögurra ára en hann er upp á 40 milljónir dala sem er launalækkun hjá honum en hann hefði fengið fimmtán milljónir á komandi tímabili sem er meira en hann mun fá.

Launalækkunin gerði Spurs kleift að ná sér í einn besta miðherja Evrópu, Tiago Splitter, og gera nýjan samning við þriggja stiga skyttuna Matt Bonner.

Jefferson átti afleitt tímabil í vetur en hann skoraði 12,3 stig að meðaltali í leik sem er lélegasta skor hans síðan á nýliðatímabili hans en þá skoraði hann 9,4 stig í leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband