Heat ná sér í Miller - Bell til Jazz
16.7.2010 | 20:43
Miami Heat hafa náð samningum við Mike Miller en Millers spilaði með Washington Wizards á síðasta leiktímabili þar sem hann gerði 10,9 stig og 6,2 fráköst að meðaltali í leik.
Miller ætti að styrkja Heat mikið en hann gerði fimm ára samning sem er upp á um það bil 25 milljónir dollara að sögn ESPN.com en eftir að LeBron James, Chris Bosh og Dwyane Wade ákváðu að vera saman í Heat vantaði þeim skotmann til þess að fullkomna þríeykið.
Wade mun þá líklega byrja sem bakvörður hjá Heat, Miller í stöðu skotbakvarðar, en hann er 204 cm á hæð og getur spilað skotbakvörð og framherja, LeBron mun þá spila framherja og Bosh og Udonis Haslem munu verða í kraftframherja og miðherja.
Raja Bell hefur gengið til liðs við sitt fyrrum lið, Utah Jazz, en hann spilaði með þeim fjórða og fimmta tímabil sitt í NBA-deildinni.
Bell, sem var skipt frá Charlotte Bobcats til Golden State Warriors fyrr á leiktíðinni, spilaði aðeins einn leik með þeim á tímabilinu og skoraði 11 stig í þeim leik.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Free Agency, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning