Childress og Hedo til Suns

Framherjinn Josh Childress, sem síðustu tvö ár hefur spilað með Olympiakos, sneri aftur í NBA á dögunum en hann gerði fimm ára samning við Atlanta Hawks og þeir skiptu samningnum til Phoenix Suns fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins árið 2012.

Einnig hafa Suns landað Hedo Turkoglu frá Toronto Raptors í skiptum fyrir einn besta sjötta mann deildarinnar, Leandro Barbosa og Dwyane Jones til Raptors.

Þessar breytingar ættu að fylla upp í skarð Amaré Stoudemire en þar sem Childress kemur og Barbosa fer eru Suns að græða, því Barbosa hefur verið mikið meiddur að undanförnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband