Big Al skipt til Utah - Ilgauskas eltir James og fer til Heat
14.7.2010 | 11:00
Minnesota Timberwolves hafa skipt miðherjanum Al Jefferson til Utah Jazz en Jazz þurftu að ná sér í stóran mann eftir að Carlos Boozer gekk til liðs við Chicago Bulls.
Fyrir Jefferson fá T'Wolves miðherjann Kosta Koufus frá Jazz og rétt í fyrstu umferð á næstu árum sem þeir fengu frá Memphis Grizzlies í Ronniie Brewer skiptunum.
Jefferson var með 17,9 stig og 9,1 frákast að meðaltali í leik á síðasta tímabili en honum var skipt til T'Wolves ásamt nokkrum öðrum leikmönnum þegar Kevin Garnett var skipt til Boston Celtics.
Þá hefur miðherjinn Zydrunas Ilgauskas gengið til liðs við Miami Heat en hann hefur leikið allan sinn feril með Cleveland Cavaliers eða síðan 1997.
Hann mun því elta stjörnuframherjann LeBron James en hann samþykkti tveggja ára samning við Heat upp á 2,8 milljónir dala.
Hann mun nokkurn veginn fylla upp í skarð Michael Beasley sem var á dögunum sendur til Minnesota Timiberwolves fyrir tvo valrétti í annarri umferð nýliðavalsins árið 2011 og 2014.
Meðal Annarra frétta hafa SA Spurs gert nýjan samning við miðherjann Matt Bonner og Washington Wizards haffa gert samning við Hilton Armstrong.
Chicago gerðu samning viði Hakeem Warrick og skiptu síðan samningnum til Phoenix Suns fyrir valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu árið 2011.
Kyle Korver elti svo Carlos Boozer til Chicago Bulls en hann samdi upp á 15 milljónir í þrjú ár. Einnig hafa Bulls gert samning við Ömer Asik sem þeir tóku í nýliðavalinu árið 2008.
Þá hafa Orlando Magic gert þriggja ára samning við Quentin Richardson upp á 7,5 milljónir dala.
Á dögunum gerðu þeir svo fjögurra ára samning við Chris Duhon upp á 15 milljónir dala.
Boston Celtics hafa bætt við sig miðherja en þeir hafa fengið Jermainie O'Neal sem var hjá Miami Heat á liðnu tímabili en þeir þurftu að senda hann frá sér.
Phoenix Suns nálgast samninga við Hedo Turkoglu og Josh Cildress en Childress er samningslaus og Hedo vill komast frá Toronto Raptors, liðinu sem hann spilaði með í vetur.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Free Agency, NBA | Breytt s.d. kl. 18:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning