Helstu fréttir úr NBA

david lee

NY Knicks gerðu samning við David Lee og skiptu honum svo til Golden State Warriors fyrir Anthony Randolph, Kelzenna Azubuike og Ronny Turiaf en Lee fær 80 milljónir næstu sex árin samkvæmt samingnum.

New Jersey Nets hafa samið við bakvörðinn Jordan Farmar en hann vann tvo meistaratitla með LA Lakers á fjórum tímabilum með þeim.

Tiago Splitter hefur samið við San Antonio Spurs en hann var valinn 27. í nýliðavalinu árið 2007.
Hann fær minni laun en hann hefði getað fengið hjá Caja Laboral (fyrrum liði hans) en hann segir að tími hans sé runnin upp í NBA.

Michael Beasley var á dögunum sendur til Minesota Timberwolves fyrir valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu árið 2011 og 2014.

LA Clippers gerðu samning við bakvörðinn Randy Foye og framherjann Ryan Gomez en þeir voru á lausum samningum.

Dallas Mavericks framlengdu á dögunum samninginn við miðherjann öfluga Brendon Haywood, sem mun fá 55 milljónir á næstu 6 árum.

Charlotte Bobcats framlengdu við framherjann Ty Thomas til fimm ára og hann mun fá 40 milljónir dala á þeim tíma.

Svo skiptu Bobcats miðherjannum Tyson Chandler og Alexis Ajinca til Mavericks fyrir Eric Dampier, Eduardo Najera og Matt Carrol.

New Jersey Nets fengu bakvörðinn Anthony Morrow fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins árið 2011.

Oklahoma City Thunder gerðu nýjan samning við Kevin Durant sem gildir til fimm ára og fengu Morris Peterson New Orleans Hornets fyrir rétt á tveimur nýliðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband