Wade endurnýjar við Heat - Bosh kemur líklega með honum

bosh

Dwyane Wade og Chris Bosh munu líklega báðir spila fyrir Miami Heat á komandi tímabili.

Wade hefur þegar ákveðið að endurnýja við Heat en Bosh á enn eftir að ákveða sig þó það sé lang líklegast að hann verði liðsfélagi Wade á komandi tímabili.

"Ég er feginn að þessu sé lokið," sagði Wade í viðtali við The Associated Press. "Ég varð að gera það sem er best fyrir mig sjálfan og það er klárlega þetta" bætti hann við.

Heat eiga þá þessa tvo stjörnuleikmenn, Quentin Richardson, Carloz Arroyo, Mario Chalmers, Mike Beasley Dorell, Wright, Chris Quinn og Jermaine O'Neal (sem gæti yfirgefið liðið) sem eru mjög fínir leikmenn þannig að þeir munu líklega vera í toppbaráttunni næsta tímabil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband