Amaré til Knicks - snýr aftur til D'Antoni

knicks-amare-miike

Amaré Stoudemire gerði fyrr í dag fimm ára samning upp á 100 milljónir dala við New York Knicks en Stoudemire hefur spilað með Phoenix Suns öll átta tímabilin sem hann hefur leikið í NBA-deildinni.

Stoudemire mun nú leika fyrir sinn gamla þjálfara, Mike D'Antoni, sem hefur stjórnað Knicks síðustu tvö tímabilin.

Stoudemire skoraði 23,1 stig og reif 8,9 fráköst að meðaltali í leik á liðnu tímabili og komst í stjörnulið Vesturisins í febrúar síðastliðinn.

Ef Stoudemire nær sér á strik með Knicks, þeir ná sér í góðan bakvörð (þá gætu þeir skipt Tracy McGrady fyrir Kirk Hinrich ef það passar undir launaþaki) geta þeir vel verið í toppbaráttunni í Austrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband