Byron Scott tekur við Cavs - nær hann að lokka James til sín?
1.7.2010 | 16:15
Fyrrum þjálfari New Orleans Hornets, Byron Scott, hefur tekið við Cleveland Cavaliers.
Hann verður eftirmaður Mike Brown og gildir samningurinn næstu þrjú árin en Brown stýrði liðinu í fimm ár, var með besta árangurinn í deildinni tvisvar (síðustu tvö tímabil) og komst einu sinni í úrslitin (2007-töpuðu gegn SA Spurs).
Scott var valinn þjálfari ársins árið 2008 en þá leiddi hann þá lentu þeir í öðru sæti Vestursins og hann kom þeim í aðra umferð í úrslitakeppninni en þar töpuðu þeir gegn Spurs 3-4 eftir að hafa komist 2-0 yfir.
Einnig hefur hann þjálfað New Jersey Nets og leiddi þá til úrslita tvö ár í röð (02 og 03).
En spurningin er hvort Scott nái að lokka LeBron James aftur til liðsins en hann segist vera spenntur fyrir starfinu hvort sem LeBron verður eða ekki.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 21:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning