Wolves setja miðið á Gay

Rudy Gay á leiðinni til T'Wolves?

Stjörnuframherji Memphis Grizzlies, Rudy Gay, er laus undan samningi í sumar og Minnesota Timberwolves eru á höttunum á eftir leikmanninum.

Timberwolves voru orðaðir við Gay á síðasta ári en þá var um að ræða leikmannaskipti, Ricky Rubio fyrir Gay, sem er frekar ólíklegt að Grizzlies taki, því Rubio hefur enga reynslu af NBA og enginn veit hvernig hann mun standa sig.

Gay skoraði 19,6 stig og tók 5,9 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu en hann hefur tekið rosalegum framförum síðan hann hóf NBA-feril sinn árið 2006.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Gay og Kevin Love verða náttúrulega að gerast liðsfélagar svo það verði "Gay-Love action" í Target Center í vetur     Annars held ég að þessi orðrómur sé bull...Wolves voru að drafta efnilegan SF Wesley Johnson og svo kræktu þeir líka í Martell Webster frá Portland og ekki má gleyma Corey Brewer þannig að þeir fara varla að ná í fjórða small forwardinn nema þetta verði sign-and-trade sem sendir Big Al til Memphis...en þá þyrfu Wolves sennilega að taka við samningi Zach Randolph...sem væri disaster.

En Wolves þurfa að selja miða og til þess þurfa þeir stjörnuleikmann sama hvað það kostar...sá eini "í liðinu" sem er ósnertanlegur er Ricky Rubio...eins furðulega og það hljómar...þá hefur David Kahn lýst því yfir að hann sé framtíðarstjarna Wolves og komi til Minny næsta sumar. 

Róbert Björnsson, 29.6.2010 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband