Nýliðaval NBA: Wall valinn fyrstur
25.6.2010 | 17:57
Nýliðaval NBA-deildarinnar fór fram í gærkvöldi og eins og ætlast var til var John Wall valinn fyrstur af Washington Wizards.
Annan valrétt áttu Philadelphia 76ers og tóku þeir skotbakvörðinn Evan Turner sem kemur frá Ohio State-háskólanum.
New Jersey Nets áttu þriðja valrétt og tóku 210 cm háa kraftframherjann, Derrick Favors, sem aðeins hafði spilað eitt ár í háskóla með Georgia Tech-skólanum.
Minnesota Timberwolves tóku Wes Johnson með fjórða valrétt en Johnson kemur frá Syracuse og er 201 cm hár framherji og verður 23 ára í júlí.
DeMarcus Cousins var valinn fimmti af Sacramento Kings en hann tvítugur miðherji frá University of Kentuky og er 212 cm á hæð.
Fyrstu 14 völin:
1 | Washington | John Wall | ||
2 | Philadelphia | Evan Turner | ||
3 | New Jersey | Derrick Favors | ||
4 | Minnesota | Wesley Johnson | ||
5 | Sacramento | DeMarcus Cousins | ||
6 | Golden St. | Ekpe Udoh | ||
7 | Detroit | Greg Monroe | ||
8 | LA Clippers | Al-Farouq Aminu | ||
9 | Utah | Gordon Hayward | ||
10 | Indiana | Paul George | ||
11 | New Orleans | Cole Aldrich | ||
12 | Memphis | Xavier Henry | ||
13 | Toronto | Ed Davis | ||
14 | Houston | Patrick Patterson |
Valið í heild sinni: NBAdraft - NBA.com
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Háskólaboltinn, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning