Nýliðaval NBA: Wall valinn fyrstur

nba_draftNýliðaval NBA-deildarinnar fór fram í gærkvöldi og eins og ætlast var til var John Wall valinn fyrstur af Washington Wizards.

Annan valrétt áttu Philadelphia 76ers og tóku þeir skotbakvörðinn Evan Turner sem kemur frá Ohio State-háskólanum.

New Jersey Nets áttu þriðja valrétt og tóku 210 cm háa kraftframherjann, Derrick Favors, sem aðeins hafði spilað eitt ár í háskóla með Georgia Tech-skólanum.

Minnesota Timberwolves tóku Wes Johnson með fjórða valrétt en Johnson kemur frá Syracuse og er 201 cm hár framherji og verður 23 ára í júlí.

DeMarcus Cousins var valinn fimmti af Sacramento Kings en hann tvítugur miðherji frá University of Kentuky og er 212 cm á hæð.

Fyrstu 14 völin:

1WashingtonJohn Wall
2PhiladelphiaEvan Turner
3New JerseyDerrick Favors
4MinnesotaWesley Johnson
5SacramentoDeMarcus Cousins
6Golden St.Ekpe Udoh
7DetroitGreg Monroe
8LA ClippersAl-Farouq Aminu
9UtahGordon Hayward 
10IndianaPaul George
11New OrleansCole Aldrich
12MemphisXavier Henry
13TorontoEd Davis
14HoustonPatrick Patterson

Valið í heild sinni: NBAdraft - NBA.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband