Lakers NBA meistarar

Los Angeles Lakers tryggði sér NBA-meistaratitilinn annað árið í röð með 79-83sigri á Boston Celtics í Staple Center í Los Angeles í gær.

Kobe Bryant skoraði 23 stig og tók 15 fráköst og var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna en Pau  Gasol átti einnig frábæran leik og skoraði 19 stig og tók 18 fráköst. Ron Artest spilaði mjög vel og skoraði 20 stig.

Boston voru yfir meirihluta leiksins en Lakers komust yfir á lokasprettinum og tryggðu sér á endanum sætan fjögurra stiga sigur. 

Paul Pierce og Rajon Rondo voru frábærir í þessum leik en Paul Pierce skoraði 18 stig og tók 10 fráköst. Rondo skoraði 14 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst en það dugði ekki til.

Los Angeles Lakers


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband