Johnson næsti þjálfari Nets

avery_johnsonAvery Johnson verður þjálfari New Jersey Nets næsta tímabil en hann samdi við liðið til þriggja ára.

Nets unnu 12 leiki og töpuðu 70 á liðnu tímabili sem er einn versti árangur í sögu NBA-deildarinnar en Philadelphia 76ers eiga metið (9/73).

Johnson var látinn taka pokann sinn hjá Dallas Mavericks eftir slakt gengi í úrslitakeppninni árið 2008 en þá duttu þeir út gegn Byron Scott og lærisveinum hans frá New Orleans en Scott vara rekinn frá Hornets á tímabilinu.

Einnig var hann ágætis leikmaður en hann skoraði 8,4 stig og gaf 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik og skoraði 8.817 stig á ferli sínum í NBA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband