Thibodeu semur við Bulls

tom_thibodeauTom Thibodeu hefur verið ráðinn yfirþjálfari Chicago Bulls en flest öll lið í deildinni hafa verið á höttunum á eftir honum þar sem hann er mikill varnarsérfræðingur.

Hann hefur verið hægri hönd Doc Rivers, þjálfara Boston Celtics síðustu ár og mun klára úrslitakeppnina með þeim en hann er að setjast mjög verðskuldað í þjálfarastólinn.

Bulls komust í úrslitakeppnina í apríl en var sópað út af Cleveland Cavaliers, 4-1 og var því ákveðið að láta Vinny Del Negro, fyrrum þjálfara liðsins, taka pokann sinn.

Thibodeu er með sama umboðsmann og stórstjarnan LeBron James og ekki er það síðra þar sem Bulls eiga góðan möguleika í James ef hann endurnýjar ekki við Cleveland Cavaliers.

Samningurinn gildir til þriggja ára en Bulls eiga rétt á að endurskoða hann eftir tvö ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband