Framtíð Bass hjá Magic

brandon_bassKraftframherji Orlando Magic, Brandon Bass, mun mjög líklega yfirgefa liðið í sumar en hann hann fékk einungis að spila 13,0 mínútur að meðaltali í leik hjá þeim.

Hann skoraði 8,5 stig og tók 4,5 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili á 19,4 mínútum í leik hjá Dallas Mavericks en þetta tímabil var grátlegt fyrir hann þar sem hann fékk nánast ekkert að spila.

Hann hefur tekið sífelldum framförum á síðustu árum en hann byrjaði með 2,3 stig og 2,3 fráköst í leik með New Orleans Hornets tímabilið 2005-06 en svo á síðasta tímabili, 2008-09, var hann með 8,5 stig og 4,5 fráköst í leik sem eru mjög miklar framfarir.

Víti Bass hafa stórlagast með árunum en fyrsta ár hans var hann með 63% vítanýtingu, annað árið 75%, það þriðja 82%, fjórða árið var hann með tæp 87% og í ár var hann með tæp 83%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband