Bryant skoraði 37 stig - Lakers mæta Celtics í úrslitum

kobe_bryantKobe Bryant skoraði 37 stig og tók 6 fráköst þegar Los Angeles Lakers komust í úrslit NBA-deildarinnar í nótt en þeir lögðu lið Phoenix Suns að velli, 111-103.

Staðan í seríunni fór 4-2 fyrir Lakers en þeir unnu fyrstu tvö leikina og Suns komu svo frábærlega til baka og jöfnuðu metin, 2-2, en Lakers stálu svo tveimur sigrum í röð og komust áfram.

Ron Artest, sem bjargaði síðasta leik fyrir Lakers, skoraði 25 stig í leiknum en hann hefur ekki verið að gera neitt rosalega góða hluti upp á síðkastið.

Stigaskor Suns:

Stoudemire: 27
Nash: 21
Richardson: 13
Dragic: 12
Barbosa: 7
Hill: 6
Dudley: 3
Amundson: 2

Stigaskor Lakers:

Bryant: 37
Artest: 25
Fisher: 11
Bynum: 10
Gasol: 9
Farmar: 8
Odom: 6
Vujacic: 5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband