Sá besti sem hefur spilað leikinn?

len_bias Leonard Kevin "Len" Bias (Nóvember 18, 1963 – Júní 19, 1986) var einn af bestu leikmönnum sem sést hafa  fyrr og síðar í ameríska háskólaboltanum.  Í raun einn sá allra besti sem heimurinn hefur séð telja margir körfuboltasérfræðingar. 

 Hann var valinn annar í nýliðavali NBA deildarinnar árið 1986 þann 17. júní af stórveldinu Boston Celtics, annar á eftir miðherjanum öfluga, Brad Dougherty og á undan hinum magnaða Dražen Petrovic.

 Len Bias lést með hræðilegum hætti eftir ofneyslu eiturlyfja einungis tveimur dögum eftir nýliðavalið. Hann er talinn af flestum sérfræðingum besti leikmaðurinn sem hefur aldrei spilað í NBA deildinni. 

Bias var ótrúlegur íþróttamaður, gríðarlegur styrkur, snerpa og stökkkraftur (203cm 95kg) með hreint út sagt magnað stökkskot og mjög skapandi leikmaður.  Kappinn var oftar en ekki borinn saman við goðsögnina Michael Jordan og það ekki að ástæðulausu.  Pilturinn var einnig dagfarsprúður og góður drengur sem hafði þó ótrúlegt drápseðli á vellinum. 

Ótímabær dauðdagi hans var mikið reiðarslag fyrir körfuknattleiksheiminn enda var það deginum ljósara að þessi hæfileikaríki leikmaður hefði orðið ein allra mesta stjarna NBA deildarinnar frá upphafi, ef ekki sú mesta.

Til marks um það þá lét Red Auerbach sem þá var framkvæmdastjóri Boston Celtics þau orð falla að Boston borgin hafi ekki orðið fyrir meira áfalli síðan Kennedy forseti var skotinn fyrr en þann dag sem Bias lést. Auerbach fylgdist með leikmanninum í 3 ár og undirbjó það gaumgæfilega að tryggja Boston krafta þessa frábæra leikmanns.Sorgarsaga þessa frábæra íþróttamanns er þörf áminning fyrir okkur öll að hætturnar og freistingarnar leynast  við hvert horn.  Bias ákvað þarna að “prófa” hættuleg eiturlyf, lét undan þrýstingi og það kostaði hann lífið.  Saga hans er sorgleg en víti til varnaðar, ekki síst fyrir unga íþróttamenn sem eru að halda út í lífið af fullum krafti.

ESPN gerði hreint út sagt magnaða heimildarmynd um Bias “Whitout Bias” sem ég hvet alla körfuboltaáhugamenn til þess að horfa á, algjör skylda!  Hér er slóð á þá ágætu síðu www.youtube.com á myndina.

Fyrst tveir partar myndarinnar:

Alla partana er hægt að sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband