Boston slátruðu Cavs - komnir í þægilega stöðu
12.5.2010 | 20:26
Boston Celtics komu, sáu og sigruðu í nótt þegar þeir gersamlega slógu Cleveland Cavaliers út af laginu með 88-120 sigri.
Með sigrinum eru Boston komnir í þægilega stöðu í einvígi liðanna, eða 2-3, og eiga svo heimaleik á morgun þar sem þeir geta klárað seríuna, eða að Cleveland nái að gera oddaleik úr seríunni.
Þetta er stærsta tap Cleveland í úrslitakeppninni frá upphafi, og LeBron James hefur einungis þrisvar sinnum skorað minna í úrslitakeppni, en hann var með 15 stig í nótt.
Ray Allen skoraði 25 stig, og þar á meðal setti hann sex þriggja stiga skot, Paul Pierce átti manaðan leik með 21 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar og Rajon Rondo skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning