Superman leiddi Magic til sigurs - komnir 2-0 yfir

dwight_howardDwight Hward skoraði 29 stig og reif 17 fráköst í nótt þegar Orlando Magic tóku 2-0 forystu í einvígi þeirra gegn Atlanta Hawks, en leikurinn fór 112-98fyrir Magic.

Fjórir leikmenn hjá Magic skoruðu 20 stig eða meira, en það voru þeir Howard, Vince Carter (24 stig), Rashard Lewis (20 stig) og Jameer Nelson (20 stig).

Mike Bibby fann sig engan veginn í leiknum en hann skoraði 3 stig og gaf eina stoðsendingu á 13 mínútum.

Al Horford var stigahæstur hjá Hawks með 24 stig, auk þess sem hann tók 10 fráköst. Jamal Crawford kom næstur á eftir honum með 24 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband