Lakers fóru létt með Jazz

pau_gasolKobe Bryant og félagar í Lakers lentu í vandræðum með Jazz í fyrsta leiknum, en voru með annan leikinn í hendi sér nær allan tímann. Þeir nýttu sér gríðarlegan mismun undir körfunum þar sem Pau Gasol, Andrew Bynum og Lamar Odom gengu berserksgang og hirtu fráköst, skoruðu auðveldar körfur í sókninni og vörðu haug af skotum í vörninni.
 
Þrátt fyrir það var sóknarleikur Lakers ekki upp á það besta og Paul Millsap hélt Jazz einnig á floti lengi vel með frábærri frammistöðu.
 
Mehmet Okur og Andrei Kirilenko eru fjarverandi vegna meiðsla og hefðu sannarlega getað gert gæfumuninn í þessu einvígi, en ef Lakers halda uppteknum hætti verður erfitt fyrir Jazz að standa í vegi þeirra.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband