Wallace með 17 - Celtics jöfnuðu metin

lebron_jamesLeBron James tók í nótt við titlinum sem besti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð, en skoraði aðeins 24 stig í tapi Cleveland Cavaliers fyrir Boston Celtics, 86-104.

Rasheed Wallace skoraði 17 stig á einungis 18 mínútum, en Rajon Rondo, bakvörður Celtics, átti ótrúlegan leik með 4 fráköst, 13 stig og 19 stoðsendingar!

Anderson Varejo átti fínan leik af bekknum með 8 stig og 7 fráköst, en stigahæstur hjá Cavaliers var LeBron James með 24 stig, sem fyrr segir, en hann átti ekkert of góðan leik þar sem hann tapaði fimm boltum og brenndi af átta skotum af fimmtán.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband