LeBron skoraði 35 stig - Cavaliers komnir í 1-0

lebron_jamesCleveland Cavaliers tóku á móti Boston Celtics í fyrsta leik annarrar umferðar úrslitakeppni NBA. Þeir unnu leikinn með átta stigum, 101-93.

LeBron James, framherji Cleveland, skoraði 35 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en hjá Boston var Rajon Rondo langbestur, en hann skoraði 27 stig, gaf 12 stoðsendingar og reif 6 fráköst.

Serían stendur sem sagt í 1-0 fyrir Cavaliers, en næsti leikur liðanna er á morgun klukkan 00:00 að íslenskum tíma. Tveir leikir fara fram í kvöld, Atlanta Hawks-Milwaukee Bucks (oddaleikur) sem fer fram klukkan 17:00 að íslenskum tíma og LA Lakers-Utah Jazz (fyrsti leikur í annarri umferð) sem er sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 19:30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband