Evans nýliði ársins
29.4.2010 | 23:34
Hinn frábæri Tyreke Evans, leikstjórnandi Sacramento Kings, var kosinn besti nýliði ársins fyrir örfáum klukkustundum.
Evans, sem átti þetta svo sannarlega skilið, skoraði 20,1 stig, tók 5,3 fráköst og gaf 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu, en hann er einn örfárra nýliða sem hefur náð 20/5/5 í meðaltali.
Aðrir sem áttu möguleika á að vera nýliði ársins voru Stephen Curry (17,5 stig, 4,5 frák og 5,9 stoð a.m.t. í leik) og Brandon Jennings (20,8 stig, 3,0 frák og 3,8 stoð a.m.t. í leik).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning