Jennings leiddi Bucks til sigurs - komnir 2-3 yfir

john_salmonsBrandon Jennings skoraði 25 stig, reif 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks unnu Atlanta Hawks í nótt, 87-91, og komust þar með yfir í seríu liðanna, 2-3.

John Salmons fór mikinn í liði Bucks, með 19 stig og 6 fráköst, en þess má geta að þeir eru án Andrew Bogut og Michael Redd, svo erfitt er fyrir þá að vinna svona seríu.

Hjá Hawks var Al Horford með 25 stig og 11 fráköst, en Joe Johnson skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, en hann braut sex sinnum af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband