Söguhornið: Spud Webb

spud_webb

Anthony Jerome Webb fæddist í Dallas þann 13. júlí árið 1963. Hann var alinn upp í þriggja herbergja húsi.

Hann var aldrei hár í loftinu, en notaði hraða sinn og stökkkraft til þess að sigra aðra krakka í körfubolta.

Hann gekk í Midland-háskólann í Norður-Karólínu fylki eftir framhaldsskóla og skoraði þar 10,4 stig og gaf 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hann er 5-fet-6 eða 165 cm hár. Hann, Mugsy Bouges og Earl Boykins eru meðal þriggja minnstu leikmanna sem leikið hafa í NBA-deildinni.

Á nýliðatímabili Webb skoraði hann 7,8 stig og gaf 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik, en þá spilaði hann með Atlanta Hawks.

Hápunktur ferils hans var tímabilið 1991-92 þegar hann skoraði 16,0 stig, gaf 7,1 stoðsendingu og tók 2,9 fráköst að meðaltali í leik, en þá lék hann með Sacramento Kings (fyrsta tímabil hans þar).

Hann endaði feril sinn hjá Orlando Magic og skoraði 3,0 stig, gaf 1,3 stoðsendingar og 0,8 fráköst a meðaltali í leik í fjórum leikjum með þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband