Duncan að verða 25 ára - Spurs jöfnuðu metin

tim_duncanSvo mætti segja að kraftframherjinn Tim Duncan, sem á afmæli á sunnudaginn, sé að verða 25 ára, en hann skoraði 25 stig og tók 17 fráköst í sannfærandi sigurleik San Antonio Spurs gegn Dallas Mavericks í nótt, 88-102.

Í rauninni verður hann 34 ára, en stundum lítur út fyrir að hann sé að verða 25 ára, sérstaklega þegar hann á leiki eins og þennan.

Manu Ginobili skoraði 23 stig fyrir Spurs og Tony Parker kom sterkur inn af bekknum og skilaði 16 stigum og 8 stoðsendingum. Helsta ógn Dallas var Jason Terry, sem skoraði 27 stig.

Stigaskor Mavericks:

Terry: 27
Nowitzki: 24
Butler: 17
Marion: 6
Kidd: 5
Barea: 5
Haywood: 2
Najera: 2

Stigaskor Spurs:

Duncan: 25
Ginobili: 23
Jefferson: 19
Parker: 16
Bonner: 8
Hill: 7
McDyess: 4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband