Boston láta ljós sitt skína - niðurlægðu Heat
21.4.2010 | 14:11
Boston Celtics unnu Miami Heat í nótt, 106-77. Nú eru Boston komnir með þægilega forystu í seríunni, 2-0 og eru á leið til Miami.
Paul Pierce skoraði aðeins 13 stig, en Ray Allen sá um allt sem heitir þriggja stiga körfur þar sem hann skoraði úr 7 þristum af 9. Glen Davis, sem fyllti í skarð Kevin Garnett, skoraði 23 stig og tók 8 fráköst, sem er betra en Garnett er með að meðaltali í leik á tímabilinu (19,8 stig og 10,8 fráköst a meðaltali í leik).
Hjá Miami skoraði Dwayne Wade 29 stig og gaf 5 stoðsendingar og Michael Beasley skoraði 13 stig og tók 7 fráköst.
Stigaskor Celtics:
Allen: 25
Davis: 23
Pierce: 13
Perkins: 13
Rondo: 8
Robinson: 7
Wallace: 6
Allen: 4
Finley: 3
Daniels: 2
Williams: 2
Stigaskor Heat:
Wade: 29
Beasley: 13
Chalmers: 10
Haslem: 8
Richardson: 5
Arroyo: 4
O'Neal: 2
Wright: 2
Anthony: 2
Jones: 2
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning